
Hringvangur er tengslanet sem er opið öllum þeim sem hafa áhuga á hringrásarhagkerfinu í tengslum við byggingariðnaðinn.​
Nánar um verkefnið má finna hér.
Markmið Hringvangs
> Stuðla að hringrásarhagkerfi í byggingargeiranum.
> Hvetja yfirvöld til þess að setja lög og reglugerðir sem beina íslenskum byggingariðnaði í átt að hringrásarhagkerfinu.
> Fræða og hvetja hagaðila byggingariðnaðarins til að innleiða hringrásarhagkerfið í sín störf.
> Tengja hagaðila byggingariðnaðarins.
Mynd: Ástrós Steingrímsdóttir
Sem aðili að Hringvangi, munt þú:
​
→ fá fréttabréf með viðeigandi upplýsingum sem tengjast hringrásarhagkerfinu í íslenskum og erlendum byggingariðnaði;
→ geta aukið þekkingu þína á hringrásarbyggingu;
→ geta kynnt verkefni þín og starfsemi sem tengist hringrásarhagkerfinu í byggingariðnaði;
→ fá upplýsingar um viðburði/vefnámskeið/fundi/fyrirlestra á vegum Hringvangs;
→ fá tækifæri til tengslamyndunar;
→ geta notað Hringvang sem tengiliðavettvang (millimaður sem tengir saman hagsmunaaðila).
Explore
