top of page

Viðburðir á næstunni

Eldri viðburðir - 2024

23/05/2024

Fyrirlestur fyrir Aalto University

Fyrirlesturinn fyrir Aalto háskólann þann 23. maí var kynning á hringrásarhagkerfi í byggingariðnaði. 

2024.05.23_Aalto_uni_lecture.png

Við ræddum meðal annars:

→ Umhverfisástæður að baki hringlaga hagkerfisins;

→ Áskoranir og tækifæri tengd hringrás;

→ Hringlaga byggingarskilgreining;

→ Hringlaga valin efni;

→ Raunveruleg dæmi um hringlaga verkefni.

07/05/2024

Endurnotkun byggingarefna - Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði

Fræðslufundur fyrir iðnaðarmenn, verktaka, hönnuði og aðra sem starfa í bygginariðnaði í húsnæði Iðunnar í Vatnagörðum 20 og á netinu.

Katarzyna JagodziÅ„ska, sérfræðingur í efnis- og orkunýtingu frá Grænni Byggð flutti fyrirlestur um reynslu og hagnýtar leiðbeiningar um meðhöndlun ýmissa byggingarefna og hluta (t.d. glugga, hurðir, hreinlætistæki (baðherbergi), ljós og eldhúsinnréttingar) til endurnotkunar.

Hugi Hreiðarsson annar eigenda og stofnandi Efnisveitarinnar ræddi helstu áskoranir þeirra við endurnýtingu. Hann einnig sagði frá tveimur nýjum verkefnum sem nú eru í gangi við niðurtöku á byggingarefni.

2024.05_IDAN_lecture_practical_reuse_ventilation
2024.05_IDAN_lecture_practical_reuse_sanitary

28/02/2024

Tölum um hringrásarhagkerfið

Viðburðurinn Tölum um hringrásarhagkerfið var haldinn í Grósku þann 28. Febrúar kl 13.00 - 15.30.​​

Eftir samræður við hagaðila vitum við að það eru fjölmargar aðgerðir sem hægt er að fara í til að auðvelda innleiðingu hringrásarhagkerfisins í íslenskan byggingariðnað. En hvaða aðgerðum ætti að forgangsraða? Hvað eiga opinberir aðilar að leggja áherslu á til að ýta undir innleiðinguna?​

2024.02_Cover_photo_Tolum_um_hringrasarhagkerfi.jpg

Við tókum saman mögulegar aðgerðir sem voru ræddar, í þessum þremur flokkum:

→ Bætt byggingarhönnun;

→ Rétt skráning á umhverfisáhrifum nýbygginga og endurbóta;

→ Draga úr áhættu og bæta hagkvæmni hringrásarverkefna.​

Í seinnihluta viðburðarins voru þátttakendur beðnir um að svara því hvaða starfsemi, sem miðar að því að auðvelda hringrásarframkvæmdir, Norræna ráðherranefndin ætti að leggja áherslu á. Einnig er þeim boðið að svara spurningunni: hvað ættu Norðurlöndin að beita sér fyrir á evrópskum vettvangi?​

bottom of page