Umhverfishvatning
- kjag55
- Dec 23, 2024
- 2 min read
Updated: Jan 8
Árið 2050 er áætlað að jarðarbúum muni hafa fjölgað um 22% í 9,7 milljarða, og með núverandi neyslumynstri er ekki erfitt að ímynda sér umhverfisáhrif þessarar fjölgunar, og þann efnisskort sem við munum standa frammi fyrir til að mæta vexti innviða.
Samkvæmt skýrslunni UN's 2022 Global Status Report for Buildings and Construction:
Byggingariðnaðurinn stóð fyrir ~37% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum árið 2021.
21% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu tengdist efnisframleiðslu árið 2018. Stærsti hluti þeirrar losunar kemur frá framleiðslu efna s.s.: járn, stál, sement, gifs, plast og gúmmí.

Samkvæmt úrgangstölfræði Eurostat, í ESB, var óvirkur B&NÚ 37,1% af öllum úrgangi sem varð til árið 2020 og varð þar með stærsti úrgangsstraumur í Evrópu. Á Íslandi er B&NÚ um 50% af heildarúrgangi sem fellur til. B&NÚ er aðallega notaður sem uppfyllingarefni og landmótunarefni, sem í mörgum tilfellum ætti að flokkast sem downcycling, þ.e.a.s. veruleg skerðing á gæðum og virkni efnisins miðað við upprunaleg gildi þess.
Í orðsendingu frá framkvæmdastjórn ESB: A Renovation Wave for Europe - greening our buildings, creating jobs, improving lives, kom fram að 85-95% af núverandi byggingarmagni verði ennþá til árið 2050.
Þar að auki, samkvæmt skýrslu Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna, er öflun og vinnsla hráefna (þar með talið fyrir byggingariðnaðinn) ábyrg fyrir meira en 90% af tapi á líffræðilegum fjölbreytileika á heimsvísu og álagi á ferskvatn.
Til að draga úr neikvæðum áhrifum byggignariðnaðarins á umhverfið þarf að innleiða hringrásarhagkerfið, og þannig varðveitast verðmæti byggingarefna og þau haldast á markaði eins lengi og mögulegt er.
Hringrásarsmíði getur einnig haft jákvæð félagsleg áhrif. Í fyrsta lagi getur það leitt til heilbrigðara og öruggara vinnuumhverfis fyrir byggingarstarfsmenn, meðal annars með því að takmarka notkun hættulegs og skaðlegs efnis og að takmarka undirbúningsvinnu á staðnum þegar forsmíðaðir einingar eru notaðar. Í öðru lagi getur það haft jákvæð áhrif á samfélög með því að draga úr vinnuálagi á verkstað og stytta framkvæmdartíma (lesa meira hér).
Comments