Áður en sértækt niðurrif hefst skal liggja fyrir ítarleg forskoðun fyrir endurbætur/endurbyggingu eða niðurrif.
Í mörg ár hefur sértækt niðurrif verið framkvæmt í verkefnum sem fela í sér meðhöndlun asbests. Þetta þýðir að grunnfærni í framkvæmd þessara ferla er til staðar hjá hagsmunaaðilum; hinsvegar þarf að auka almennt umfang færninnar.
Ný tækni, eins og vélrænt nám (sem aðstoð við að besta skipulag niðurrifs og vinnuflæði til að hámarka nýtingu auðlinda), getur lækkað kostnað og stytt ferli sértæks niðurrifs. Hins vegar krefst þjálfun gervigreindarlíkana mikils magns gagna sem getur verið áskorun í byggingargeiranum þar sem stafrænar upplýsingar um byggingar, sérstaklega eldri byggingar, eru oft ekki til staðar. Því er gott að hafa auga með slíkri tækni en ekki bíða eftir þróun hennar við framkvæmd á sértæku niðurrifi.
Almenn skref sértæks niðurrifs
Nákvæm skref í ferli sértæks niðurrifs fara eftir sérstöðu verkefnisins; þó er hægt að tilgreina almenn skref sem eiga bæði við smærri og stærri verkefni:
Að fjarlægja skaðleg efni er hluti af hverju skrefi þar sem verið er að rífa og fjarlægja efni og hluti, ef við á.
Þegar verið er að fjarlægja skaðleg efni og hluti þarf að fylgja ströngum verkþáttum til að koma í veg fyrir víxlmengun á hreinu efni og vörum.
Frekari upplýsingar um hættur tengdar byggingarefnum og byggingarvörum má finna hér.
Sértæk niðurrifsáætlun
Heimildir og frekari fróðleikur
2) M. Wahlström et al., Pre-demolition audit - overall guidance document, 2019.
3) G. Brusa Cattaneo G et al. Circular Construction for Urban Development, 2024.
5) M. Wahlström et al., Improving quality of construction & demolition waste- Requirements for pre-demolition audit, 2019.
ความคิดเห็น