Verkefni sem nýta hringrásarlausnir
Svansvottuðu húsin í Hafnarfirði
Rentur ehf
Nýlega hlaut bygging tveggja fjölbýlishúsa fyrstu Svansvottunina í Hafnarfirði samkvæmt nýjum byggingarviðmiðum.
​
Eigandi verkefnisins, Rentur ehf, notaði hugmyndafræði hringrásarhagkefisins í verkefninu, til dæmis með eftirfarandi aðgerðum:
​
-
Hönnun sem tók tillit til minnkunar á efnisnotkun og losun, meðal annars með því að nota staðlaða stærð af CLT einingum til að draga úr afskorningum og fjölda festinga milli eininga.
-
Endurnýting á steinum, gangstéttarhellum og málmstöngum fyrir hurðarkarma.
-
Úrgangsflokkun í 22 flokka, þar á meðal samansöfnun á smáum endurnýtanlegum efnishlutum til endursölu, endurnýtingar eða til að skila til seljanda. Úrgangsefni voru að miklu leyti endurnýtt í verkefnið sjálft (t.d. skrúfur), önnur verkefni (t.d afgangar af steinull) eða þau voru endurunnin.
​
Frá hagkvæmu sjónarhorni fór mikil vinna í að flokka úrgang og ákvarða hvernig hægt væri að endurnýta hann auk þess sem aðgerðin var kostnaðarsöm, segir einn verkeigenda, Ingimundur Þór Þorsteinsson - „Það væri mun auðveldara ef til væri sameiginlegur vettvangur þar sem eigendur endurnýtanlegs efnis og mögulegir notendur þessu gætu tengst.“ Ingimundur nefnir einnig íhaldssama nálgun nokkurra hagsmunaðaila og andstöðu þeirra við breytt vinnubrögð. Hann telur þó að vistvænar aðferðir verði brátt hluti af almennu byggingarferli. „Einu sinni voru engin bílbelti í bílum en í dag er enginn bíll seldur án öryggisbeltis. Núna er það sama að gerast í byggingariðnaðinum. Í náinni framtíð verður skylda að byggja byggingar í samræmi við gildandi umhverfisvottunarstaðla; annars verður litið á þær sem „bíla án öryggisbelta“. Það er gott að búa sig undir það,“ segir Ingimundur.
Frakkastígur 1
IÐA ehf
Grænar áherslur verða í fyrirrúmi í nýju húsi sem rísa mun að Frakkastíg 1. Verkefnið var valið í samkeppni Reykjavíkurborgar um „grænt húsnæði framtíðarinnar” árið 2022.
​
Uppbygging er á hendi Iðu fasteignaþróunarfélags og Lendager Ísland hefur leitt hönnun verksins. Björt Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Iðu, segir að kolefnisfótspor hússins verði 50% minna en venja er, og að lögð verði rík áhersla á að endurnýta auðlindir í uppbyggingunni eins og kostur er. Húsið sé hannað með það að markmiði að vera í fararbroddi bygginga á Íslandi sem minnkar umhverfisálag á loftslag og náttúru. Björt segir að unnið sé eftir stefnumörkun stjórnvalda, bæði ríkis og borgar, um samdrátt í kolefnislosun í mannvirkjageiranum.
​
Í byggingarlýsinguverkefnisins kemur fram að:
"Gert er ráð fyrir því að nota allt efni sem kemur upp við gröft og framkvæmdir á staðnum aftur, annaðhvort til landmótunar og landslagshönnunar eða sem útærslur fyrir áningarstaði á lóðinni og jafnvel í kringum hana eftir þörfum. Einnig er gert ráð fyrir því að nota byggingarefni sem fellur til eins og afgang af timbri, járnum og steypu í bygginguna sjálfa eða landslagshönnun. Til dæmis er hægt að nýta afgangs steypu í fyrirfram hönnuð mót og þannig útbúa sökkla fyrir hjólastanda sem dæmi, bekki eða aðra hluti. Timbur er auðveldlega hægt að meðhöndla, endurhanna og endurnýta í klæðningar bæði inni og úti."
​
​
Hringrásarborg, Veðurstofureitur
Bjarg, Grænt húsnæði ehf, Dumli ehf
Nýtt deiliskipulag fyrir Veðurstofureit gerir ráð fyrir ríflega 200 íbúðum á Veðurstofuhæð fyrir fjölbreyttan hóp borgara.
​
Lóðhafar eru Grænt húsnæði ehf, Dumli ehf og Bjarg. Eftir hugmyndaleit um deiliskipulagsgerðina var ákveðið að vinna skipulagið áfram með tillögu dönsk-íslensku hönnunarstofunni Lendager.
​
Lendager gaf tillögunni heitið Hringrásarborg, og um að ræða hverfi sem er hannað með náttúrulegum, lífrænum efnum og staðbundnum úrgangsefnum sem safnað er saman á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndafræðin felst í því að skapa hverfi sem rímar við komandi tíðaranda; hverfi sem er ekki aðeins sjálfbært heldur endurskapar líka náttúrulegar hringrásir og verður með því lifandi og endurnýjanlegt svæði sem getur aðlagast og þróast með tímanum.
​
Lendager sér möguleika í því að endurnýta efni sem nú þegar er á svæðinu, þar með talið núverandi byggingar og jarðveg sem verður áfram á staðnum og nýttur til að móta nýtt landslag.
​
Arkitektúrinn og innviðirnir verða hannaðir á þann hátt að hægt verði að hámarka notkun staðbundinna lífrænna efna eins og timburs, steins og torfs, sem þola erfið veðurskilyrði og auðvelt er að skipta um eða endurnýta. Á sama tíma er markmiðið að nýta byggingarúrgang til að lágmarka umhverfisáhrif enn frekar.
​